down

Vilt þú bjóða nokkrum gestum heim til þín í bíó

6, Aug 2019

Það er gaman að kynnast nýju fólki.  BRIM kvikmyndahátíð er öðruvísi hátíð, það er hægt að sjá kvikmyndir hátíðarinnar í samkomuhúsinu Stað, en hugmyndin er að bjóða einnig upp á sýningar á nokkrum heimilum á Eyrarbakka.

Þannig fær viðkomandi fjölskylda eina af myndum hátíðarinnar til sín þannig að hægt verður að spila myndina í sjónvarpi viðkomandi.  Þú ræður hvaða mynd af myndum hátíðarinnar verður sýnd hjá þér, klukkan hvað sýningin verður og hversu mörgum þú getur tekið á móti þann 28 september.

Heima-bíó-sýningar verða án nokkurns vafa skemmtilegustu og eftirminnilegustu sýningarnar.

Viltu vera með og taka þátt?  Endilega hafðu samband í gegnum netfangið [email protected]