down

Umbúðir langstærsti hlutinn

21, Sep 2019

Pastframleiðsla hefur margfaldast síðan 1950. Í dag erum við umkringd plasti sem er notað í margskonar tilgangi og mælist árleg plastframleiðsla í hundruðum miljóna tonna. Langstærstur hluti plastframleiðslu fer í umbúðir eða 39,5%. Sem dæmi voru seldar 480 billjónir af plastflöskum heiminum árið 2016, sem gera milljón flöskur hverja mínútu eða 20.000 stykki hverja sekúndu. Í janúar 2018 gaf Evrópusambandið út yfirlýsingu um það að árið 2030 ættu allar plastflöskur að vera endurvinnanlegar eða endurnýtanlegar. Sjá frétt.

Restin af plastframleiðslu fer 20% í byggingar, 8,6% í bíla, 5,7% í rafbúnað, 3,4% í landbúnað og 22,7% í annað, til dæmis heilsu- og Íþróttavörur, leikföng, húsgögn og fleira. Mikið magn af plasti er notað í vefnað og föt og er um 60% textíls gerður úr plastefnum. Framleiðsla á plastfíbrum til vefnaðar var til að mynda 60 milljónir tonna (Mt) árið 2014 (CIRFS 2016) eða um 19,3 % af allri plastframleiðslu það ár