BRIM

Eitthvað fyrir alla

Verðlaunakvikmyndir // Fræðsluerindi // Kvikmyndasýning í heimahúsi // Stuttmyndir um plastmengun eftir grunnskólanemendur // Umhverfismál og fangelsi // Kvikmyndasýningar í félagsheimilinu Stað // Kvikmyndasýning á Litla Hrauni

Ókeypis er á alla viðburði og á allar sýningar hátíðarinnar.

Öðruvísi hátíð

Kvikmyndasýningar eru í Óðinshúsi á Eyrarbakka og eru þær opnar og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram aðeins að mæta og njóta.  Það er ókeypis á allar sýningar og viðburði.

Kvikmyndasýningar verða einnig  haldnar á heimilum íbúa og á þær er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.   Þannig getur fólk notið fræðslu og samveru á nýjum stað með forvitnilegu og skemmtilegu fólki.  Á einu heimili eru mögulega tveir gestir og á öðru tuttugu gestir.

Unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri mun sýna stuttmyndir og annað miðlunartengt efni er varðar plastmengun sjávar.  Verkefni nemenda verða unnin með samþættingu námsgreina, þ.e. náttúrufræði, ensku og upplýsingatækni.  Verkefni nemenda eru hluti þeirra kvikmynda og fræðsluefnis sem sýnt verður á BRIM kvikmyndahátíð.

Fangelsið Litla Hrauni tekur  þátt í verkefninu og verður kvikmyndasýning fyrir fanga hluti af hátíðinni. Litla Hraun er eitt þeirra “heimila” sem mun bjóða almenning að koma og horfa á eina af myndum hátíðarinnar.  Að lokinni sýningu á Litla Hrauni verður fræðsluerindi en þá mun aðili frá fangelsinu segja frá því hvernig fangelsið vinnur að umhverfismálum.

Fræðsluerindi verða í boði á hátíðinni og er ekki nauðsynlegt að skrá sig á þau.  Markmiðið er að fræða um þann vanda sem plastnotkun og plastmengun er bæði á heimsvísu og í okkar nærumhverfi.

Einnig er horft til lausna og verður sagt frá því starfi sem verið er að vinna á því sviði.

Umsjón og ábyrgð með BRIM kvikmyndahátíð

Guðmundur Ármann.

 

Samstarfs og styrktaraðilar

Dyggur stuðningur