down

Táknmynd plastmengunar.

26, Aug 2019

Ljósmyndarinn Chris Jordan ljósmyndaði dauðann unga Albatrossa á Midway eyjum í Norður-Kyrrahafi árið 2009. Myndirnar náðu heimsfrægð og hægt er að segja að þær séu táknmynd plastmengunar. Albatrossar gleypa meira plast en flestir fuglar útaf því hvernig þeir veiða. Þeir svífa yfir sjónum með gogginn opinn og taka þannig óvart upp fljótandi plast sem þeir fæða síðan unga sína með.

Kvikmynd Chris Jordan, Albatross er sýnd á BRIM kvikmyndahátíð.