down

Plastmengun í hafi

21, Sep 2019

Rannsóknir á plastmengun í hafi byrjuðu fyrir um það bil 50 árum. Árið 1975 var bannað að henda plasti í sjó en þangað til var leyft að henda öllum plastúrgang af skipum að vild. Sama ár (1975) var magn plastrusls í hafinu talið vera 6.4 miljón tonn en í dag er það um það bil 8 milljón tonn sem berast í hafið árlega.

60-80% af öllu rusli í hafi er plast. Um 80% kemur frá starfsemi á landi (þéttbýli, iðnaður, ferðamennska, hafnir, opnir ruslahaugar, skólpútrennsli og flutningur plasts með vindi, ám eða vatnsrennsli) og um 20% frá starfsemi á sjó (flutningaskip, ferjur, fiskiskip, tómstundabátar og sjávariðnaður t.d. fiskeldi).

Þessi háa prósenta sem kemur frá landi er vegna þess að fólk hendir rusli í náttúruna og meðhöndlun úrgangs er á mörgum stöðum ábótavant.

Um 70% af því plasti sem endar í sjónum sekkur, um 15% flýtur og um 15% rekur á fjörur.

640.000 tonn af veiðarfærum tapast í sjóinn á hverju ári í heiminum og sekkur hluti af því á hafsbotn.

Allt plast brotnar smám saman niður í smáar agnir.

Magn plastagna í sjó hefur minnkað á undarförnum árum og er það mikil raðgáta hvað hefur orðið um plastið. Ástæðan er enn óþekk en talið er að inntaka lífvera sé meiri, hraðari sundrun á efninu sem sekkur þá á botninn og meira reki á strandirnar. Mikil þörf er á frekari rannsóknum um afdrif plastsins. (