BRIM

Við þurfum að vera meðvituð um þau áhrif sem plast hefur

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varar við því að eiturefni geti komist í matvæli sé þeim pakkað í plastumbúðir.  Rannsóknir sýna fylgni milli ýmissa alvarlegra sjúkdóma og efna sem hafa hormónalíka virkni.

Nánar um hátíðina

Upplýsingar og fræðsla

Fræðsluefni um plast sem er sett inn á þessa vefsíðu er fengið úr rannsóknum innlendum og erlendum, umfjöllunum í dagblöðum og tímaritum íslenskum sem erlendum.  Auk þess hefur efni verið sótt í bókina Betra líf án plasts eftir Anneliese Bunk & Nadine Schubert, bók sem Rósa Guðbjartsdóttir þýddi og var gefin út af Bókafélaginu árið 2017.  Einnig er efni fengið af heimasíðunni plastmengun sem þau Brynja Sigríður Gunnarsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Pavle Estrajher unnu sem hluta af námi sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

 

 

Hafið er ekki ruslatunna

Árið 1975 var bannað að henda plasti í sjó en þangað til var leyft að henda öllum plastúrgang af skipum að vild.

60-80% af öllu rusli í hafi er plast. Um 80% kemur frá starfsemi á landi (þéttbýli, iðnaður, ferðamennska, hafnir, opnir ruslahaugar, skólpútrennsli og flutningur plasts með vindi, ám eða vatnsrennsli) og um 20% frá starfsemi á sjó (flutningaskip, ferjur, fiskiskip, tómstundabátar og sjávariðnaður t.d. fiskeldi). Þessi háa prósenta sem kemur frá landi er vegna þess að fólk hendir rusli í náttúruna og meðhöndlun úrgangs er á mörgum stöðum ábótavant.

Um 70% af því plasti sem endar í sjónum sekkur, um 15% flýtur og um 15% rekur á fjörur. 640.000 tonn af veiðarfærum tapast í sjóinn á hverju ári í heiminum og sekkur hluti af því á hafsbotn.

Árið 2050 er áætlað að það verði meira af plasti en fiskum í hafinu.

BRIM

Mikið magn berst í hafið frá Íslandi

Stærsta uppspretta örplasts kemur frá hjólbörðum, gervigrasvöllum og málningu. Á höfuðborgarsvæðinu er slit á hjólbörðum á ári 600-1200 tonn. Slit á malbiki á höfuðborgarsvæðinu er 300-450 tonn á ári og þegar tekið er inn bíla á nagladekkjum er 150-200 tonn til viðbótar. Losun plastagna frá málningu á höfuðborgarsvæðinu er 11-336 tonn á ári en það er lágmark þar sem lakkagnir á bílum og götumerkingar eru ekki taldar með. Höfuðborgarsvæðið eitt skilar frá sér 2-16 tonnum á ári frá þvotti í hafið árlega. Ein akrílpeysa skilar frá sér um 750 þúsund plastögnum út í sjó þegar hún er þvegin. Örplast frá snyrtivörum gæti verið 1,4 tonn á ári á höfuðborgarsvæðinu.

 

Nánar um plast

Greinar um plast