Plastmengun í hafi; hvað er til ráða

Fræðsluerindið byggir á lokaverkefni Guðfinns til MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Farið verður yfir hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að draga úr plastmengun hafsins og hvernig þau geta virkjað aðra til samstarfs um verkefnið. Dregin verður upp mynd af því hvernig plastmengun í hafi birtist í íslensku samfélagi. Skoðað verður til hvaða stjórntækja íslensk stjórnvöld geta gripið hér og nú og hvernig þau virka við þær aðstæður sem við blasa í samtímanum.
*Bókast fyrirfram

Fyrirlestur

Guðfinnur er fyrrum samskiptastjóri Vodafone. Áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá umhverfisstofnun á árnum 2014-2016 og þar áður frá 2005-2013 sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.

Guðfinnur er með B.A. próf í stjórnmálafræði og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu, en lokaverkefni hans fjallaði um plastmengun í hafi.

Aðrar sýningar