A plastic Ocean

Einstaklega áhrifamikil kvikmynd sem fjallar um hvað gerist þegar plast fer í hafið. Ferðast er um víða veröld ofan og néðansjávar, rætt við fólk og fremstu vísindamenn og aðstæður skoðaðar. Skoðað er hvernig plast brotnar hratt niður í örplast og afleiðingar þess meðal annars með tilliti til þess þegar það fer í fæðukeðjuna og dregur að sér eiturefni eins og segull. Örplastið og eiturefnin enda svo á matborði okkar með ófyrirséðum afleiðingum. Mögnuð mynd sem óhætt er að mæla með. Þessi mynd er með íslenskum texta. Myndin er sýnd í Óðinshúsi og er opin sýning, þannig að ekki þarf að bóka sig, aðeins mæta.

Óðinshús er í hjarta Eyrarbakka og þar eru húsráðendur þau Sverrir Geirmundsson og Arndís Jósefsdóttir.   Óðinshús á merka sögu allt aftur til ársins 1913 og hefur fjölbreytt starfsemi verið í húsinu.  Meðal annars var í hluta hússins “gamla rafstöðin”.  Síðustu ár hefur húsið verið vinnustofa og sýningasalur þeirra hjóna Sverris og Arndísar.  Auk þess hafa þau hjón staðið fyrir fjölda menningarviðburða í Óðinshúsi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrar sýningar