Blái herinn og baráttan við plastmengun við strendur Íslands

  • 28.Sep 2019
  • 17:00
  • Rauða Húsið

Blái herinn eru umhverfisverndarsamtök sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörfum, hvatningu og vitundarvakningu. Tómas Knútsson stofnaði Bláa herinn árið 1995 og hefur leitt starf hans síðan. Frá stofnun hafa samtökin hreinsað yfir 1.100 tonn af alls kyns rusli um umhverfi okkar. Tómas Knútsson mun segja frá starfi samtakanna og þeim verkefnum sem unnið er að og þarf að sinna.

Aðrar sýningar