Bag it

Bandaríkjamaðurinn Jeb Berrier sem hinn "venjulegi meðalmaður" ákveður að skoða hvað verður um alla plastpokana sem við notum og spyr sig hvort þeir séu virkilega nauðsynlegir. Þessar vangaveltur leiða hann inn í heim plasts og það "ástarsamband" sem við eigum við plast í okkar nútímasamfélagi. Jeb kemst að því að það er nánast allt í okkar nútímasamfélagi gert úr plasti og/eða inniheldur skaðleg plastefni. Barnavörur, íþróttavörur, efni í tannlækningum og hreinlætisvörur svo eitthvað sé nefnt. En við getum brugðist við og það eru leiðir, á þær er einnig bent í þessari mynd. Þessi mynd er ekki með íslenskum texta. Myndin er sýnd í Óðinshúsi og er þetta opin sýning sem ekki þarf að bóka sig á fyrirfram, aðeins mæta. Það er frítt inn á sýningu myndarinnar.

Óðinshús er í hjarta Eyrarbakka og þar eru húsráðendur þau Sverrir Geirmundsson og Arndís Jósefsdóttir.   Óðinshús á merka sögu allt aftur til ársins 1913 og hefur fjölbreytt starfsemi verið í húsinu.  Meðal annars var í hluta hússins “gamla rafstöðin”.  Síðustu ár hefur húsið verið vinnustofa og sýningasalur þeirra hjóna Sverris og Arndísar.  Auk þess hafa þau hjón staðið fyrir fjölda menningarviðburða í Óðinshúsi.

 

 

 

 

Aðrar sýningar