Albatross

Listræn og áhrifamikil mynd sem fjallar um fuglinn Stormfugl / Albatross á Midway eyju í Kyrrahafinu. Myndin er eftir listamanninn Chris Jordan sem fjallar áhrifamikinn og sjónrænan hátt um Stormfugl og þau hörmulegu áhrif sem plast í hafinu hefur á fuglinn og lífsskilyrði hans. Þessi mynd er ekki með íslenskum texta. Myndin er fyrst og fremst list- og sjónræn upplifun og ættu flestir að geta notið myndarinnar óháð skilning á ensku. Myndin er sýnd í grænu stofunni í Húsinu (Byggðasafni Árnesinga). Ekkert kostar á þessa sýningu.

Húsið á Eyrarbakka er eitt elsta hús á Íslandi og var reist á tímum einokunarverslunar Dana.  Húsið er byggt árið 1765 og er stolt Eyrbekkinga.  Sýningin verður “grænu stofu” sem er ein af þremur stofum Hússins.

 

 

 

Aðrar sýningar