Albatross

Listræn og áhrifamikil mynd sem fjallar um fuglinn Stormfugl / Albatross á Midway eyju í Kyrrahafinu. Myndin er eftir listamanninn Chris Jordan sem fjallar áhrifamikinn og sjónrænan hátt um Stormfugl og þau hörmulegu áhrif sem plast í hafinu hefur á fuglinn og lífsskilyrði hans. Þessi mynd er ekki með íslenskum texta. Myndin er fyrst og fremst list- og sjónræn upplifun og ættu flestir að geta notið myndarinnar óháð skilning á ensku. Myndin er sýnd í Óðinshúsi og er um opna sýningu að ræða þar sem ekki þarf að bóka sig fyrirfram, aðeins mæta. Ekkert kostar inn á sýninguna.

Óðinshús er í hjarta Eyrarbakka og þar eru húsráðendur þau Sverrir Geirmundsson og Arndís Jósefsdóttir.   Óðinshús á merka sögu allt aftur til ársins 1913 og hefur fjölbreytt starfsemi verið í húsinu.  Meðal annars var í hluta hússins “gamla rafstöðin”.  Síðustu ár hefur húsið verið vinnustofa og sýningasalur þeirra hjóna Sverris og Arndísar.  Auk þess hafa þau hjón staðið fyrir fjölda menningarviðburða í Óðinshúsi.

 

 

 

 

Aðrar sýningar