down

Helstu tegundir plasts og endurvinnsluhlutfall

17, Sep 2019

Polyethylene (LDPE eða HDPE) er meðal annars notað í umbúðir, mótaðar vörur, plastfilmur, ruslapoka, plastflöskur, leikföng. Polypropylene fjölliðan (PP) er notuð í textíltrefjum, bílavarahlutum, reipagerð. Polyvinyl klórið (PVC) er notað í gerð gólfefna, raflagna, gervileðurs, garðslangna, pípulagna og framvegis. Polystyrene fjölliður (PS) nýtast í frauðplasti, mótuðum vörum, matarkössum, sem einangrunarefni og framvegis.

Lágt endurvinnsluhlutfall

Allar þessar fjölliður eru að hluta endurvinnanlegar og merktar samkvæmt því. Margar aðrar tilbúnar fjölliður sem finnast víða eru aftur á móti ekki endurvinnanlegar. Þrátt fyrir þennan endurvinnslumöguleika er plast samt frekar framleitt nýtt í staðinn fyrir að vera endurunnið. Í Bandaríkjunum eru um 30 milljón tonnum af plasti fargað árlega og talið er að plast sé um 15% allra efna á urðunarstöðum. Endurvinnsluhlutfall fyrir upptalnar fjölliður er eftirfarandi: PE (bæði HD og LD) um 15%; fyrir PP og PVC er það minna en 1%