down

Greining á plastrusli

13, Sep 2019

Plastrusl er greint í sundur eftir stærð – stærri hlutir (Macroplastics) >20mm; miðlungs hlutir (Mesoplastics) 5mm-20mm; og plastagnir (Microplastics) <5mm.

Það er erfitt að greina plast frá öðrum efnum og oftast eru sýni skoðuð undir smásjá. Samvinna margra vísindagreina er samt nauðsynleg, það vantar jafnvel að búa til nýjar visindagreinar sem henta betur en núverandi. Notuð eru net (neuston) með litlum opum (staðallstærð 0.33mm) sem dregin eru af skipi og vatnið síað í þeim. Eftir að ákveðið magn vatnsins síast eru sýnin tekin og sett í geymslu (formalin) og farið með þau á rannsónastofu. Siðan er plastið aðgreint frá öðrum efnum undir smásjá flokkað og sérhver plaststykki vigtað. Útfrá þessu er reiknað út hvaða magn finnst í sjónum.

Eftir stærri hlutum er leitað með sjónaukum eða horft með berum augum, þau skráð niður og borið saman við álika hluti til að finna út þyngd. Síðan þarf einnig að greina efnin sem finnast á yfirborði plasthluta og meta áhrif þeirra á umhverfið – plasthlutar innihalda (eða bera) yfirleitt ýmis efni sem kallast Persistent organic pollutant (POP) – þrautseig lífræn mengandi efni.

Mörg þessara efna finna sér leið í fæðukeðjuna – örplast endar í meltingarvegi sjávardýra sem eru síðan borðuð af mannfólki. Þaðan geta efnin aftur farið í efnahringrás með skolpi.

Allir þessir ferlar eru tiltölulega lítið rannsakaðir og það vantar betri skilgreiningu á þeim til að geta komið mótvægisaðgerðum af stað.