down

Eyjur úr plasti

1, Sep 2019

Plast framleiðsla er að aukast um 9% á hverju ári. Árið 1950 var plastframleiðsla um 1,5 milljón tonn á ári, árið 2014 var hún orðin 311 milljón tonn á ári.

Á Vesturlöndum er talið að notkun hvers manns sé um 100 kg á ári.  Búist er við því að notkunin muni verða 140 kg á ári árið 2050.

Fljótandi plast safnast saman á 5 svæðum í höfunum, Norður-Kyrrahafi, Suður-Kyrrahafi, Norður-Atlantshafi, Suður-Atlantshafi og Indlandshafi. Hafstraumarnir bera plastið að miðjum úthöfunum. Talið er að plastflákinn á Norður-Kyrrahafi sé þéttastur og á stærð við Texas eða sjöfalt stærra en Ísland.

Rannsóknir benda til þess að um 13.000-18.000 plaststykki megi finna að meðaltali á 1 ferkílómetra svæði á sjó. Plastflákarnir eru að stækka og ekki á leiðinni að fara. Enda tekur það langan tíma fyrir plast að brotna niður, margar aldir og upp í 1000 ár.