down

Efni sem umbylti heiminum

26, Aug 2019

Ekkert efni hefur haft eins mikil áhrif á menningu okkar og plast síðustu 100 árin.

Plast umbylti vestrænni menningu þegar það var fundið upp í byrjun 20. aldarinnar. Þarna var komið efni sem bauð upp á óendanlega möguleika í framleiðslu og hægt var að móta á margvíslegan hátt. Það er óbrjótanlegt, létt, sterkt, ryðgar ekki og ódýrt í framleiðslu.

Það var belgíski efnafræðingurinn Dr. Leo Bakeland sem fann upp fyrsta manngerða plastefnið (synthetic plastic) árið 1907 og kallaði það Bakelite. Bakelite var mest notað í rafmagnstæki eins og útvarp og síma en líka í heimilistæki og ýmislegt fleira. Þetta var fyrsta manngerða plastefnið sem var ekki búið til úr plöntum eða dýrum heldur úr jarðefnaolía. Fram að því hafði lengi verið notaðar náttúrulegar fjölliður (polymers) í efnum eins og gúmmí en í plasti (synthetic plastic) eru notaðar tilbúnar fjölliður (synthetic polymers). Í kjölfar Bakelite kom flóðbylgja af plastefnum (synthetic plastics); polystyrene 1929, polyester 1930, polyvinylchloride (PVC) og polythene 1933 og nylon 1935. Þessi efni voru tákn um nýja tíma og betri lífsgæði